Gerðu hrein skipti.

Skráðu upplýsingarnar þínar hér fyrir neðan og sjáðu hvort að þinn bíll uppfylli skilyrðin um hrein skipti. Ef hann gerir það færð þú 250 þúsund króna inneign upp í nýjan og umhverfisvænni bíl frá Mercedes-Benz.

Með verkefninu vill Mercedes-Benz stuðla að hreinna andrúmslofti og hvetja fólk til að setja eldri bíla sem menga meira upp í nýrri árgerðir. Askja mun bjóða 250.000 kr. niðurgreiðslu af nýjum Mercedes-Benz þegar tekinn er uppí dísilbíll sem er í mengunarflokki Euro 1 til Euro 4, sem eru bílar eldri en árgerð 2009 og einstaka bílar árgerð 2010. Þetta tilboð gildir fyrir nýja Mercedes-Benz fólksbíla sem eru pantaðir fyrir lok árs 2017 og afhentir fyrir lok mars 2018 og getur nýi bíllinn verið hvort sem er bensín, dísil eða Plug-in Hybrid.

Er bílinn þinn gjaldgengur?

Meðal skilyrða fyrir niðurgreiðslunni er að kaupandinn hafi átt eldri bílinn a.m.k. frá 2. febrúar 2017 . Þeim bílum sem teknir eru upp í og tilheyra Euro 1 til Euro 3 staðlinum, skuldbindur Askja sig til að farga þar sem þeir menga margfalt meira en nýir bílar, en bílar sem tilheyra Euro 4 fara áfram í endursölu. Þetta er óháð tegundum, akstri og ásigkomulagi viðkomandi bíla.

loader
Hvað er Euro 1 (EU1) – Euro 4 (EU4)?

Bílaframleiðendum er gert að standast ákveðna mengunarstaðla hverju sinni fyrir bíla sína, sem í tilfelli þeirra evrópsku eru settir af Evrópusambandinu. Mengunarstaðall sem er í gildi kveður á um mun minni mengun, bæði hvað varðar koltvísýring (CO2) og nituroxíð (NOx). Árið 1992 var Euro 1 mengunarstaðallinn kynntur til sögunnar en síðan þá hefur hann verið uppfærður reglulega og kröfur auknar verulega til að draga úr mengun frá jafnt bensín– sem dísilbílum. Í dag er stuðst við Euro 6 mengunarstaðalinn í framleiðslu á nýjum bílum.

Miklar framfarir hafa orðið í framleiðslu dísilvéla undanfarin ár með það að markmiði að minnka NOx og Co2 mengun. Sem dæmi þá má dísilbíll sem uppfyllir Euro 6 staðal losa að hámarki 0,08 g/km samanborið við 0,97 g/km í Euro 1 staðal. Mengun NOx er því vel innan við 10% af því sem hún var í Euro 1 staðlinum. Einnig hefur orðið mikil lækkun í CO2 losun á dísilbílum undanfarin ár. Dísilbíll með Euro 4 til Euro 6 staðal má losa að hámarki 0,50 g/km á meðan dísilbíll með Euro 1 staðal mátti losa að hámarki 2,72 g/km. Þarna munar mjög miklu á mengun. Dísilbíll árgerð 1992 gefur því frá sér 12 sinnum meira NOx og 5,5 sinnum meira CO2 en bíll sem er nýr og uppfyllir Euro 6 staðalinn eins og allir nýir bílar gera í dag.

Ef bíllinn þinn var framleiddur á árunum 1992 til 2010, eru líkur á því að hann sé í mengunarflokknum Euro 1 – Euro 4 og komi til greina í hrein skipti hjá Mercedes-Benz. Ef hann gerir það færð þú 250 þúsund króna inneign upp í nýjan og umhverfisvænni bíl frá Mercedes-Benz.

Útblástursstaðlar Tekið í notkun Allir bílar
Euro 1 1. júlí 1991 31. desember 1992
Euro 2 1. janúar 1996 1. janúar 1997
Euro 3 1. janúar 2000 1. janúar 2001
Euro 4 1. janúar 2005 1. janúar 2006
Euro 5 1. september 2009 1. september 2011
Euro 6 1. september 2014 1. september 2015
Af hverju hreinna diesel?

Loftgæði í Evrópu má að miklu leyti rekja til útblásturs. Markmið EU staðalsins er að draga verulega úr skaðlegum útblæstri kolmónoxíðs, köfnunarefnisoxíða, vetniskolefna og svifryks, og stuðla þannig að bættum loftgæðum.

Mercedes-Benz horfir til framtíðar og hefur varið mikilli orku og fjármunum í að þróa umhverfisvænna dísil og bensín. Nýir staðlar eru strax farnir að hafa jákvæð áhrif, en til samanburðar má nefna að ein bifreið framleidd árið 1970 mengar á við fimmtíu nýja bíla sem eru framleiddir samkvæmt EU mengunarstaðli.

Samkvæmt nýjustu tölum frá Samtökum bílaframleiðenda og –kaupmanna (Society of Motor Manudacturers and Traders eða SMMT) hefur dregið töluvert úr skaðlegum útblæstri og mengun á síðustu áratugum. Þar sem bensín og dísil framleiða ólíkar tegundir útblásturs gilda mismunandi staðlar fyrir hvort um sig.

Kolmónoxíð (CO): hefur farið niður um 63% í bensíni og 82% í dísil síðan 1993
Vetniskolefni (HC): hefur farið niður um 50% í bensíni síðan 2001
Köfnunarefnisoxíð (NOx): hefur farið niður um 84% síðan 2001
Svifryk: hefur farið niður um 96% í dísil síðan 1993

Í dag uppfylla allir nýjustu bílarnir frá Mercedes-Benz alþjóðlegan Euro 6 staðal.

Ef þinn bíll er framleiddur samkvæmt EU 1, 2 eða 3 staðli munum við sjá til þess að hann sé tekinn úr umferð og endurunninn á umhverfisvænan hátt.